|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Sjaldséðari fiskar Hér eru listaðir fiskar sem eru sjaldséðari en þeir sem hér fyrir ofan eru, þótt sumir komi sjómönnum oftar fyrir sjónir.
Sædjöflaætt (Ceratidae) Það er sérstaklega tvennt sem einkennir þessa fiska, þeir eru fremur hausstórir og fremsti geisli í bakugga er ummyndaður í eins konar veiðistöng og er oft ljósfæri í enda hennar til að laða að bráð ofan í djúpinu. Fiskarnir eru flestir djúpfiskar og ýmist eru þeir botnfiskar eða botn-og miðsævisfiskar. Í NA-Atlantshafi þekkjast 44 tegundir af 13 ættum og af þeim finnast hér við land 16 tegundir af 7 ættum. Þær tegundir sem finnast á safninu eru sædjöfull (Ceratias holboelli) og surtur (Cryptoparas couesi). Sædjöfull finns í öllum heimshöfum en er talinn frekar sjaldgæfur hér við land. Hann er miðsævisdjúpfiskur og finnst á 120-1000 m dýpi eða meira. Hrygnan er um 120 cm en hængarnir eru agnarsmá kríli og hafa sjaldan fundist, þeir eru ekki nema 4-6 cm á lengd, hafa hvorki veiðistöng né tennur og lifa áfastir við gotraufina á hrygnunum. Húð fiskanna er samvaxin, blóðrásin sameiginleg og hrygnan sér alfarið um að afla fæðu. Hlutverk hænganna er því meira eða minna bundið við að frjóvga hrognin. Eins og hjá sædjöflinum þá er hængurinn lítill og lifir sníkjulífi á hrygnunni. Surtur finnst í öllum heimshöfum en er fremur sjaldgæfur hér við land. Búraætt (Trachichthyidae) Búrfiskur (Hoplostethus atlanticus) Búrfiskurinn verður um 70 cm að stærð. Hann er hávaxinn með stórt höfuð og stórann kjaft. Hann er appelsínugulur eða rauður og er munnurinn svartur að innan. Í Norður Atlantshafi finnst hann við Ísland undan V, SV, S og SA ströndinni. Hann er miðsævis eða djúpfiskur og hefur fundist á 180-1520 m dýpi.
Serkjaætt (Berycidae) Fagurserkur (Beryx splendens) er fremur sjaldgæfur hér við land. Urraraætt (Triglidae) Einungis ein tegund af þessari ætt finnst hér við land og er það urrari (Eutrigla gurnardus) og er hann til hér á safninu. Þetta eru fremur sérkennilegir fiskar því þeir eru sívalir á bol.
Langhalaætt (Macrouridae) Fiskar í þessari ætt hafa eins og nafnið ber með sér langan „hala“. Bolurinn og stirtlan smá mjókka aftur í mjóan oddlaga enda. Engin sporðblaðka er á þeim og renna aftari bakuggi og raufaruggi saman við sporðinn um stirtluendann. Þeir eru ýmist botn-eða miðsævisfiskar. Til ættarinnar teljast tæplega 300 tegundir í heimshöfunum þar af 34 tegundir í NA-Atlantshafi og hafa 9 tegundir fundist við Ísland. Ein tegund Snarpi langhali, snarphali (Macrourus berglax) er til á safninu.
Sexstrendingaætt(Agonidae) Sexstrendingur (Agonus cataphractus) er mjög sérstakur í útliti hann er lítill og alþakinn hörðum beinplötum, sem mynda röð hvassra brodda á hliðunum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|