Undir þennan flokk teljast áttfætlur, skordýr, margfætlur og krabbadýr. Þetta er stærsti flokkur dýraríkisins og hefur hann að geyma um milljón tegundir. Á safninu er eingöngu að finna skordýr og krabbadýr af þessum flokki. Nokkuð gott fiðrildasafn er á Náttúrugripasafninu sem Hálfdán Björnsson á Kvískerjum safnaði og gaf og eru þar að finna íslenskar tegundir fiðrilda sem og flækingar. Náttúrustofa Asturlands hefur hafið fiðrildavöktun á þremur stöðum á Austurlandi í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og má fræðast meira um það verkefni hér.
Helstu heimildir: Stóra skordýrabók Fjölva. Höf: V.J. Stanek (Þorsteinn Torarensen þýddi og staðfærði). Útg. Fjölvi 1974. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 17 - Íslenskt skordýratal. Höf: Erling Ólafsson. Útg. Náttúrufræðistofnun Íslands 1991. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 32 - Fiðrildi á Íslandi 1995. Höf: Erling Ólafsson og Hálfdán Björnsson. Útg. Náttúrufræðistofnun Íslands 1997.
|