|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Lindýr eða skeldýr (Mollusca) er stór og fjölbreyttur hópur lífvera sem tilheyra fylkingu hryggleisingja. Til lindýra teljast Sniglar (Gastropoda), Samlokur (Bivalvia), Nökkvar (Polyplacophora), Skeljungar (Monoplacophora), Berskjöldungar (Aplacophora) t.d olnbogaskel, Hyrnur (Scaphopoda) og höfuðfætlur (Cephalopoda), smokkfiskar og kolkrabbar. Um 85.000 þekktar tegundir eru af lindýrum og lifa flestar þeirra í sjó en einnig finnast lindýr í ferskvatni og á landi. Með því að smella á feitletraða textann má fræðast meira um þá hópa sem tilheyra lindýrum. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda og fjölbreytileika í tegundum er líkamsskipulag allra lindýra áþekkt, þ.e linur búkur, vöðvamiklill fótur sem þau nota til að hreyfa sig úr stað, möttli sem umlykur inniyflin og í mörgum tilfellum myndar skel. Flest lindýr hafa einnig svo kallaða skráptungu (radula) sem er notuð til þess að skrapa bakteríur og þörunga af steinum og rífa í sundur yfirborð plantna. Sniglar og skeljar eru tegundaríkustu flokkarnir. Á safninu er að finna nokkuð gott safn lindýra sem Bjarni Aðalsteinsson og Þorsteinn Víglundsson hafa safnað og gefið. Flestar tegundirnar tilheyra sniglum og skeljum.
Heimildir: http://en.wikipedia.org/wiki/Mollusca Skeldýrafána Íslands: l. Samlokur í sjó, II. Sæsniglar með skel. Höf: Ingimar Óskarsson. Útg. Prentsmiðjan Leiftur hf. 1982.
|
|
|
|
|
|
|
|
|