Á Íslandi lifa sex landspendýr og eru þau öll að finna á Náttúrugripasafninu þ.e refir, minnkar, hagamýs, húsamýs, brúnrottur og hreindýr. Allar tegundirnar hafa borist hingað af mannavöldum nema refurinn. Af sjávarspendýrum má finna útselskóp, landselskóp og blöðrusels brimil á safninu. Einungis landselur og útselur kæpa hér við land, blöðruselir eru flækingar hér. Á vef Námsgagnastofnunar Íslands er hægt að fræðast meira um landspendýr á Íslandi og á vef Selaseturs Íslands sem er á Hvammstanga má fræðast meira um seli. Heimildir : Villt Íslensk spendýr. Ritstj: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson. Útg. Hið íslenska náttúrufræðifélag og Landvernd 1993.
|