Í jarðfræðihluta safnsins gefur á að líta fjölbreytt steinasafn. Steinasöfnun og skráning steina er vinsæl iðja ekki síst hér á Austurlandi. Sem tómstundastarf tengist það áhuga manna um jarðfræði sem sumir hverjir hafa komið upp mikilfenglegum söfnum. Nokkrir slíkir áhugamenn hafa fært Náttúrugripasafninu sín söfn s.s. Hjörleifur Guttormsson, Jóhann Sigmundsson, Óskar Ágústsson, Einar Þórarinsson og Karl Hjelm. Sýningunni er skipt upp í tegundasafn og skrautsteinasafn. Í tegundasafninu má sjá sýnishorn af bergtegundum landsins, molaberg og steingervingar ásamt margs konar holufyllingum, kvarssteinum, karbónöt, málmsteinar og útfellingar. Flest öllum eintökunum hefur verið safnað hér á Austurlandi og fundarstaðir og tegund steina skráð. Heildarskráning steinanna stendur yfir og gert er ráð fyrir að tegundalistar yfir steina sem finnast á safninu verði aðgengilegir hér á heimasíðunni Í skrautsteinasafninu gefur að líta slípaða steina jaspisar, ópalar og bergristallar eru áberandi auk annarra kvarssteina og holufyllinga. Hér fyrir neðan er umfjöllun um helstu steintegundirnar og er aðal áherslan lögð á þá steina sem finnast á safninu. Helstu heimildir: Jarðfræði. Höf: Þorleifur Einarsson. Útg. Mál og menning 1985. Íslenska steinabókin. Höf: Kristján Sæmundsson, Einar Gunnlaugsson og Grétar Eríksson. Útg. Mál og menning 1999.
|