|
|
|
|
|
|
|
|
|
Silfurberg (e. Icelandic spar) er afbrigði af kalsíti, það er algeng holu-og sprungufylling. Að utan eru kristallarnir oft mattir en úr þeim má kljúfa tæra skáteninga. Tvöfalt ljósbrot er meira áberandi hjá silfurbergi en flestum öðrum steindum því að það skautar ljósið mjög vel og sést það vel í tærum molum. Vegna ljósbrotseiginleika sinna var silfurberg notað í smásjár sem ætlað var að skauta ljósið. Í þessum tilgangi var það unnið í Helgustaðarnámu við Reyðarfjörð og flutt út uns tilbúin og ódýrari efni komu í þess stað. Stærsti silfurbergskristallinn sem þekktur er, u.þ.b. 220 kg, fannst einmitt í þessari námu í Reyðarfirði og er hann geymdur í British Museum. Sykurberg er sérstakt afbrigði af silfurbergi. Það er oftast gulbrúnt á litinn og minnir einna helst á kandísmola.
|
|
|
|
|
|
|
|
|