|
|
|
|
|
|
|
|
|
Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, landselur og útselur. Vöðuselir, hringanórar, blöðruselir, kambselir og rostungar koma hingað sem flækingar. Landselur (Phoca vitulina) er dæmigerður strandselur. Hann er einkennisselur fjarða, voga, víka og jökulárósa. Þar velur hann sér látur og kæpir á vorin. Fæða hans er mest fiskmeti þorskur og ufsi.
Útselir (Halichoerus grypus) eru einnig strandselir en þeir eru þó ekki eins mikið inn á fjörðum og landselir. Útselir kæpa og velja sér fæðu fjær mannabyggðum, í úteyjum, annesjum og á eyðisöndum. Þorskur, marhnútar, hrognkelsi og steinbítur er aðalfæða hans.
|
|
|
|
|
|
|
|
|