|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Fjórar nagdýrategundir af einni ætt hafa fundist á Íslandi og eru þrjár þeirra með trygga fótfestu hér hagamús , húsamús og brúnrotta. Svartrotta er ekki landlæg en berst hingað öðru hverju með skipum og hefur stundum náð að fjölga sér áður en henni hefur verið útrýmt. Talið er að bæði hagamýs og húsamýs hafi borist hingað með landnámsmönnum en rotturnar bárust hingað mun síðar. Á safninu er að finna hagamús, húsamús og brúnrottu. Hagamús (Apodemus sylvaticus) Músaætt (Muridae) Hagamúsin heldur til í holum sem hún grefur sjálf í brekkur, bakka eða þúfur eða nýtir sér holrými undir steinum. Helsta fæða hagamúsa hérlendis eru grasfræ, ber og fræ ýmissa blóma. Hún étur líka hryggleysingja sem hún kemst í tæri við og einnig hræ. Hér á áður lagðist hún stundum á sauðfé í útihúsum þegar hart var í ári hjá henni. Hún er mest á ferli á næturnar.
Húsamús (Mus musculus) Músaætt (Muridae) Húsamúsin heldur sig að mestu í og við híbýli manna eins og nafn hennar gefur til kynna. Útihús verða einnig fyrir valinu sem og geymslur. Þær geta smogið í gegnum mjög lítil göt eru hinir mestu skaðvaldar og geta nagað sig í gegnum nánast hvað sem er. Þar sem steinhús eru eiga þær þó erfiðara uppdráttar. Þær útbúa hreiður úr pappírssnepplum, plasti, tuskum, heyi og fleiru sem til fellur. Húsamýs safna ekki fæðu í forðageymslur líkt og hagamýs gera. Helsta fæða þeirra er ýmist kornmeti en yfirleitt éta þær flest allt hvort sem það kemur úr gróður eða dýraríkinu.
Brúnrotta (Rattus norvegicus) Músaætt (Muridae) Brúnrottan heldur sig til nánast eingöngu við mannabústaði en einnig getur hún lifað af annarsstaðar ef nóg er af fæðu eins og t.d við varplönd. Ef gat keumur á skólpræsi fer hún þar inn og lifir þar góðu lífi. Hún er alæta en korn er þó í uppáháldi hjá henni. Á vef Námsgagnastofnunar er hægt að fræðast meira um nagdýr.
|
|
|
|
|
|
|
|
|