|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaðfuglar tilheyra ættbálki strandfugla (Charadriiformes). Á Íslandi verpa 11–13 tegundir vaðfugla reglulega og tilheyra þeir þremur ættum, tjaldaætt, lóuætt og snípuætt og eru þeir mjög áberandi í náttúru landsins. Vaðfuglar eru útbreiddir um allan heim. Undirættbálkur vaðfugla er fjölskrúðugur hópur og er stærð þeirra mjög mismunandi. Þær minnstu eru á stærð við snjótittling en þær stærstu álíka og meðalstór hæna. Þyngdin er allt frá 15 – 1000g. Vaðfuglar eru t.d. lóur, spóar, stelkar, jaðrakan, hrossagaukar, tjaldar og sendlingar. Þeir eru allir farfuglar nema sendlingur sem verpir einkum á hálendi en dvelur í hópum í fjörum landsins á veturna. Heiðlóan er einn af okkar ástsælustu fuglum enda kölluð vorboðinn ljúfi sem færir okkur vorið með dýrðarinnar söng sínum. Aðrar tegundir koma sem far- og vetrargestir eða sem flækingar. Með því að smella á nöfn fuglanna hér fyrir neðan er hægt að fræðast meira um þá í gegnum fuglavef Námsgagnastofnunar. Tjaldur (Haematopus ostralegus) Tjaldaætt (Haematopodidae) Spói (Numenius phaeopus) Snípuætt (Scolopacidae) Jaðrakan (Limosa limosa) Snípuætt (Scolopacidae) Stelkur (Tringa totanus) Snípuætt (Scolopacidae) Tildra (Arenaria interpres) Snípuætt (Scolopacidae) Sendlingur (Calidris maritima) Snípuætt (Scolopacidae) Óðinshani (Phalaropus lobatus) Snípuætt (Scolopacidae) Stelkur (Tringa totanus) Snípuætt (Scolopacidae) Hrossagaukur (Gallinago gallinago) Snípuætt (Scolopacidae) Lóuþræll (Calidris alpina) Snípuætt (Scolopacidae) Sandlóa (Charadrius hiaticula) Lóuætt (Charadriidae) Heiðlóa (Pluvialisn apricaria) Lóuætt (Charadriidae)
|
|
|
|
|
|
|
|
|