|
|
|
|
|
|
|
|
|
Svartfuglar tilheyra ættbálki strandfugla (Charadriiformes) og teljast allir til svartfuglaættar (Alcidae). Á Norður-Atlantshafi eru þekktar 6 tegundir og verpa þær allar á Íslandi fyrir utan haftyrðilin sem ekki hefur vept hér síðan 1995. Allar þessar tegundir er að finna á safninum, þær eru langvía (Uria aalge), stuttnefja (Uria lomvia), álka (Alca torda), teista (Cepphus grille), haftyrðill (Alle alle) og lundi (Fratercula arctica). Geirfuglinn, sem nú er aldauða, tilheyrði einnig þessum tegundahópi. Mun fleiri tegundir, eða yfir tuttugu talsins, verpa í Norður-Kyrrahafi. Með því að smella á nöfn fuglanna hér í textanum er hægt að fræðast meira um þá í gegnum fuglavef Námsgagnastofnunar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|