|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Spörfuglar (Passeriformes) eru langstærsti fuglaættbálkur jarðar að því er varðar fjölda einstaklinga en ekki síður ef litið er á fjölda tegunda. Talið er að til séu um 5.900 tegundir, sem er nær 60% allra núlifandi fuglategunda. Hér á landi eru tegundir spörfugla hlutfallslega fáar, eða rúmlega 10% varptegunda. Á Íslandi verpa að staðaldri 10 tegundir spörfugla af átta ættum og má finna þá alla á safninu. Spörfuglategundir á Íslandi eru mjög fáar miðað við nágrannalönd okkar og má eflaust kenna skógleysinu um að hluta. Þúfutittlingurinn er okkar algengasti spörfugl og snjótittlingurinn sem heitir sólskríkja á sumrin er einn af einkennisfuglum hálendisins. Auk þeirra hafa 6-7 spörfuglategundir orpið hér án þess að ílendast. Spörfuglar eru landfuglar, flestir smávaxnir en sumir meðalstórir.
Með því að smella á nöfn fuglanna hér fyrir neðan er hægt að fræðast meira um þá í gegnum fuglavef Námsgagnastofnunar.
maríuerla (Motacilla alba) Erluætt (Motacillidae) þúfutittlingur(Anthus pratensis) Erluætt (Motacillidae) músarrindill (Troglodytes troglodytes) Rindlaætt (Troglodytidae) steindepill (Oenanthe oenanthe) Þrastaætt (Turdidae) skógarþröstur (Turdus iliacus) Þrastaætt (Turdidae ) snjótittlingur (Plectophenax nivalis) Tittlingaætt (Emberizidae) auðnutittlingur (Carduelis flammea) Finkuætt (Fringillidae) stari (Sturnus vulgaris) Staraætt (Sturnidae) hrafn (Corvus corax) Hrafnaætt (Corvidae) glókollur (Regulus regulus) Söngvaraætt (Sylviidae)
|
|
|
|
|
|
|
|
|