|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Ránfuglar (Falconiformes) Helstu einkenni ránfugla eru sterkir fætur, beittar gripklær og hvass krókboginn goggur. Til eru hátt í 300 tegundir af 5 ættum af ránfuglum í heiminum. Hér á landi verpa þrjár tegundir af 2 ættum: fálki (Falco rusticolis), smyrill (Falco columbarius) og haförn (Haliaeetus albicilla) og eru þær allar til sýnis á safninu auk turnfálka (Falco tinnunculus).
Auk framangreindra ránfugla verpir brandugla (Asio flammeus) hér. Uglur eru búnar ákaflega skarpri sjón og ennþá næmnari heyrn sem gerir þeim kleyft að geta laumast mjög hljóðlega að bráð sinni. Þær grípa veiðidýr sitt með klónum, höggva það til bana með nefinu og gleypa það með húð og hári. Augun standa fremur nærri hvoru öðru framan á andlitinu, líkt og á mönnum. Þau eru mjög næm fyrir allri ljósglætu og sjá þær vel til í dimmu, en blindast í dagsbirtu. Augasteinninn er oftast skærgulur eða glógulur. Augun eru lítt hreyfanleg en þær bæta sér upp með því að þær geta snúið höfðinu í hálsliðnum um 270°.
Með því smella á nöfn fuglanna hér að ofan er hægt að fræðast meira um þá í gegnum fuglavef Námsgagnastofnunar
|
|
|
|
|
|
|
|
|