|
|
|
|
|
|
|
|
|
Pípunefir eiga það sameiginlegt að nasir þeirra eru geymdar inni í einni eða tveimur pípum á goggnum sem er samsettur úr mörgum plötum. Á Íslandi eru tvær ættir af þessum ættbálki, fýlingaætt (Procellariidae) og sæsvölur (Hydrobatidae). Af fýlingjaætt er fýllinn (Fulmarus glacialis) einna þekktastur og er hann með algengustu fuglum hér á landi. Skrofa (Puffinus puffinus) tilheyra einnig fýlingjaætt. Af sæsvöluætt má nefna stormsvölu (Hydrobates pelagicus), hún er úthafsfugl en hrekst stundum upp á land.
Með því að smella á nöfn fuglanna hér fyrir ofan er hægt að fræðast meira um þá í gegnum fuglavef Námsgagnastofnunar. |
|
|
|
|
|
|
|
|