Brúsar (Gaviiformes) Fjórar tegundir brúsa eru til í heiminum og allir eiga þeir heimkynni á Norðurhveli. Á Íslandi verpa tveir þeirra, Himbrimi (Gavia immer) og Lómur (Gavia stellata). Lómurinn er talinn minnstur brúsa, en himbriminn er í hinum kantinum. Þeir eru báðir fagurlitaðir og föngulegir fuglar, einkum í varpbúningi. Lómar eru útbreiddir varpfuglar í norðlægum löndum allt umhverfis hnöttinn og eru allalgengir hér á landi. Þeir verpa dreift á láglendi, einkum við vötn og tjarnir, en stundum við ár nærri sjó og inn til landsins. Báðir eru til sýnis á safninu. Með því að smella á nöfn fuglanna hér fyrir ofan er hægt að fræðast meira um þá í gegnum fuglavef Námsgagnastofnunar.
Himbrimi