|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Andfuglar (Anseriformes) Yfir 150 tegundir tilheyra ættbálki andfugla í heiminum þeir eru allt frá meðalstórum upp í mjög stóra vatna- og sjófugla. Flestar tegundir andfugla eru taldar til einnar ættar, andaættar (Anatidae), en henni er oft skipt í nokkra vel afmarkaða hópa líkra tegunda. Til ættarinnar teljast endur, gæsir, álftir og skyldir fuglar. Andaættin er tegundaflesta fuglaættin hér á landi. Alls eru 25 tegundir andfugla sem eru árvissir hér og eru 22 þeirra reglubundnir varpfuglar. Af buslöndum verpa 6 tegundir á Íslandi; stokkönd, grafönd, gargönd, rauðhöfðaönd, urtönd og skeiðönd. Af kaföndum verpa 10 tegundir; húsönd, duggönd, skúfönd, skutulönd, hávella, straumönd, hrafnsönd, æður og svo fiskiendurnar toppönd og gulönd. Flestar þeirra eru algengar en húsönd, hrafnsönd og skutulönd verpa þó nær engöngu við Mývatn. Örfáar hrafnsendur verpa á Úthéraði. Endur, gæsir og álftir eru yfirleitt áberandi fuglar í landslaginu. Í norðlægum löndum eru það ekki síst þessir fuglar sem boða vorkomuna og prýða vötn, mýrlendi og sjávarstrendur um stutt sumur.
Á safninu er að finna 11 tegundir anda af báðum kynjum, 4 gæsategundir heiðagæs og grágæs sem eru íslenskir varpfuglar og svo margæs og helsingi sem teljast til fargesta hér. Einnig er að finna stærsta varpfugl Íslands álftina.
Með því að smella á nöfn fuglanna hér fyrir neðan er hægt að fræðast meira um þá í gegnum fuglavef Námsgagnastofnunar.
Endur Gulönd (Mergus merganser) Hávella (Clangula hyemalis) Húsönd (Bucephala islandica) Urtönd (Anas crecca) Rauðhöfðaönd (Anas penelope) Stokkönd (Anas platyrhynchos) Skúfönd (Aythya fuligula) Straumönd (Histrionicus histrionicu) Toppönd (Mergus serrator) Æðarfugl (Somateria mollissima) Æðarkóngur
Gæsir Heiðagæs (Anser barachyrhynchus) Grágæs (Anser anser) Margæs (Branta bernicla) Helsingi (Branta leucopsis)
Álftir Álft (Cygnus cygnus) |
|
|
|
|
|
|
|
|